efri hæð 31.05.2008 til 30.11.2017

Frá örbirgð til allsnægta

Fastasýning Sjóminjasafnins heitir; Frá örbirgð til allsnægta og lýsir þeim miklu breytingum sem áttu sér stað um og eftir aldamótin 1900 í fiskveiðum Íslendinga og vinnslu aflans

Frá örbirgð til allsnægta

Sagt er frá árabátaútgerð landsmanna og þar er hægt að sjá árabátinn Farsæl, sem er fjögurra manna far og smíðaður skömmu eftir 1900. Tómthúslífinu og skreiðarverkun fyrri tíma eru gerð skil á lifandi hátt.

Frá landnámi hafa fiskveiðar verið Íslendingum mikilvægar og fiskafurðir verðmæt útflutningasvara. Allt fram á seinni hluta 19. aldar stunduðu landsmenn fiskveiðar nánast eingöngu á árabátum og þá aðallega á minni bátum.

Lengi vel var hertur fiskur aðalútflutningsvara Íslendinga, en þegar á leið 19. öld varð saltfiskur sífellt mikilvægari og verðmætari útflutningsvara. Fjórfaldaðist útflutningur hans í lok 19. aldar og verðmætið sexfaldaðist. Var þetta afleiðing aukinnar eftirspurnar frá Spáni, tæknibreytinga, stærri fiskmarkaðir og að ódýrt, gott spænskt salt var flutt til landsins.  

Í lok árabátatímans var mikil iðnbylting í uppsiglingu. Stór þilskip, kútterar, komust á fjarlægari mið og öfluðu meira. Þetta skapaði mikla vinnu í landi, bæði við verkun aflans og þjónustu við skipin. Skútutíminn stóð stutt en er samt sem áður mikilvægur hluti af sögunni. Umbyltingin í fiskveiðum og uppgangur í íslensku samfélagi hófst með skútunum.

Fiskveiða- og útgerðarsaga 20. aldar er full af tæknilegum breytingum og nýjum starfsháttum. Árið 1905 kom fyrsti togari í eigu Íslendinga í fiskveiðihlutafélagi Faxaflóa til Hafnarfjarðar. Þetta var breskur gufutogari sem hét Coot,smíðaður árið 1892.  Árið 1907 kom Jón forseti til landsins, fyrsti togarinn sem var sérsmíðaður fyrir Íslendinga og var í eigu Alliance félagsins. Fór togurum síðan ört fjölgandi.

Á sýningunni er einnig sterk tilvísun til Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR), sem starfaði lengst af þar sem Sjóminjasafnið er nú til húsa. 

Frá örbirgð til allsnægta

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Dagleg leiðsögn kl. 13, 14 & 15.

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskar

Lokað 1.-5. apríl

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.800 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.400 kr.

Safn + Óðinn

2.800 kr.

Börn og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.150 kr., leiðsögn í Óðni 1.150 kr. Sameiginlegur miði 2.300 kr.

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

ICOM korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.