Horfnir sjávarhættir – Myndir Bjarna Jónssonar
Bjarni Jónsson listmálari fæddist 15. september 1934. Hann lést 8. janúar 2008. Bjarni var kennari en málaði einnig mikið og teiknaði. Hann hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum hér heima og erlendis.

Bjarni Jónsson listmálari fæddist 15. september 1934. Hann lést 8. janúar 2008.
Bjarni var kennari en málaði einnig mikið og teiknaði. Hann hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum hér heima og erlendis.
Bjarni gerði teikningar fyrir Ríkisútgáfu námsbóka í mörg árásamt því að gera skýringarteikningar í ritverk Lúðvíks Kristjánssona Íslenskir sjávarhættir. Teiknigáfu sína nýtti Bjarni í ríkum mæli til verndar þjóðlegum heimildum og þjóðlífi, sem m.a. má sjá á myndum hans sem sýndar eru hér á sýningunni, varðveita sögu horfinna sjávarhátta.
Myndirnar eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands og eru sýndar í Verbúðinni.