Bryggjusalurinn 30.11.2007 til 30.04.2013

Lífæð lands og borgar

Sýningin fjallar um sögu kaupsiglinga og hafnargerðar í Reykjavík. Sýningin er m.a. sett upp í fyrrum vélarsal Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en salurinn býður upp á nýstárlega möguleika í sýningahaldi og hefur fengið nafnið Bryggjusalurinn.

Sjóminjasafn: Gullfoss

Sýningin fjallar um sögu kaupsiglinga og hafnargerðar í Reykjavík. Sýningin er m.a. sett upp í fyrrum vélarsal Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en salurinn býður upp á nýstárlega möguleika í sýningahaldi og hefur fengið nafnið Bryggjusalurinn. Salurinn er aflokaður með hátt til lofts og þar var smíðuð 17 metra löng og rúmlega 5 metra breið trébryggja og sjór látinn flæða umhverfis. Gengið er inn í salinn í gegnum Gullfoss frá 1915, út á þilfarið og þaðan niður landgang á bryggjuna sjálfa. Þilfar Gullfoss var endurgert frá sjó og upp í loft, þannig að sýningargestir sjá fyrir sér skipið vera að leggjast að bryggju. Gestir verða um leið hluti af sýningunni og glæða hana lífi, því fólkið á bryggjunni sér gestina á þilfarinu sem farþega í skipinu og gestir á þilfarinu sjá fólkið á bryggjunni sem íbúa Reykjavíkur að fylgjast með skipakomunni.

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Engar leiðsagnir á meðan verið er að byggja nýja bryggju við safnið.

Jólahátíðin

Lokað 24.-25. des.

Opið 26. des. 10:00 - 17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Páskahátíðin

Skírdagur opið 10:00-17:00

Föstudagurinn langi - lokað

Páskadagur- lokað

Annar í páskum opið 10:00-17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.150 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.650 kr.

Safn + Óðinn

3.290 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.320 kr., leiðsögn í Óðni 1.320 kr. Sameiginlegur miði 2.640 kr.

Menningarkort Reykjavíkur

7.450 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.