Ljósmyndakeppni sjómanna
Sjómannablaðið Víkingur stendur árlega fyrir ljósmyndakeppni sjómanna. Skilyrði fyrir þátttöku er að myndirnar séu teknar af sjómönnum. Myndir má taka hvort heldur sem er um borð eða í landi í landlegum.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Sjómannablaðið Víkingur stendur árlega fyrir ljósmyndakeppni sjómanna. Skilyrði fyrir þátttöku er að myndirnar séu teknar af sjómönnum. Myndir má taka hvort heldur sem er um borð eða í landi í landlegum. Keppnin er tvíþætt, þ.e. landskeppni og Norðurlandakeppni, þar sem danskir, sænskir, norskir, finnskir og íslenskir sjómenn taka þátt. Þær myndir sem sýndar eru hér á Sjóminjasafninu voru sendar fyrir Íslands hönd í Norðurlandakeppnina í Helsinki síðastliðið vor. Þar hneppti mynd Sigurbjörns Ragnarssonar annað sætið. Myndirnar gefa skemmtilega innsýn í hugarheim sjómanns dagsins í dag.