Vélasalurinn 09.06.2018 til 30.12.2021

Melckmeyt 1659 - fornleifarannsókn neðansjávar

Melckmeyt (Mjaltastúlkan) var hollenskt kaupskip sem fórst við Flatey á 17. öld.

sjominjasafnid_melckmeyt_augl.jpg
Melckmeyt 1659 - fornleifarannsókn neðansjávar

Á kaldri októbernóttu árið 1659 lá hollenska kaupskipið Melckmeyt fulllestað við akkeri og beið heimfarar til Amsterdam þegar ægilegur stormur skall á. Í tvo daga börðust áhafnarmeðlimirnir fimmtán við að bjarga skipinu frá strandi. Baráttan bar ekki árangur, skipið strandaði og einn maður fórst. Skipverjar voru fastir á örlítilli eyju, hundruð kílómetra frá heimkynnum sínum. Samkvæmt annálum höfðu áhafnarmeðlimir vetursetu í Flatey eftir að skip þeirra sökk.

Meira en 300 árum síðar, árið 1992, fundu kafarar flak skipsins. Árið eftir var í fyrsta sinn framkvæmd víðtæk rannsókn á fornminjum neðansjávar við Ísland á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Sérfræðingar köfuðu aftur niður að flakinu árið 2016, undir handleiðslu Kevins Martins doktorsnema í fornleifafræði og grófu upp enn stærri hluta flaksins.

Flakið af Melckmeyt er sérstakt fyrir þær sakir að það er elsta skipsflak sem vitað er um við Íslandsstrendur og eina skipið sem tengist einokunarverslun Dana. Rannsókn á flakinu veitir einstaka innsýn og eykur þekkingu okkar á tímabilinu sem og neðansjávarfornleifafræði.

Neðansjávarfornleifafræði er sértækt svið innan fornleifafræðinnar sem snýr að fornleifum undir yfirborði sjávar, vatna og fljóta. Fræðigreinin byggir á rannsóknum á samskiptum manns og hafs fyrr á tímum. Fræðimenn á þessu sviði skoða strandminjar eins og verstöðvar, hvalveiðistöðvar, gömul hafnarsvæði og sambærilegar minjar sem eru eldri en hundrað ára og huldar vatni.

Á sýningunni fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað verður um valda þætti úr sögu skipsins, áhafnar og verslunar á 17. öld. Einnig getur að líta nokkra þeirra gripa sem fundust við rannsóknina.

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Engar leiðsagnir vegna hertra sóttvarnareglna.

Jólahátíðin

Lokað 24.-26. des og 31. des- 1. jan.

Páskar

Lokað 1.-5. apríl

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

1.800 kr.

Leiðsögn í Óðni

1.400 kr.

Safn + Óðinn

2.800 kr.

Börn og öryrkjar

Ókeypis

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.150 kr., leiðsögn í Óðni 1.150 kr. Sameiginlegur miði 2.300 kr.

Menningarkort Reykjavíkur

árskort á borgarsöfnin

6.500 kr.

ICOM korthafar

Ókeypis

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.