Sjókonur
Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi var opnuð sýning á Sjóminjasafninu í Reykjavík um íslenskar konur sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og Dr. Margaret E. Willson mannfræðings. Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna, frá upphafi byggðar til vorra daga. Niðurstöður Dr. Willson varpa nýju ljósi á þær hugmyndir sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið. Sýningin byggir á niðurstöðum hennar sem koma út í formi bókar árið 2016.
Frásagnir af konum sem sóttu sjó markast ekki síst af hugdirfsku þeirra á sjó, útsjónarsemi og styrk. Heimildir greina frá aflasælum konum og kvenkyns formönnum. Finna má frásagnir af konum sem fæddu börn úti á opnu hafi eða í flæðamáli rétt eftir lendingu. Þessi dæmi og fjölmörg fleiri benda til þess að sjósókn hafi verið eðlilegur hluti af lífi margra kvenna. Dr. Willson bendir á að þrátt fyrir fjölmörg dæmi í fortíð og nútíð um konur til sjós virðist almenningur í landi líta svo á að konur sé ekki að finna í þeim geira. Þó stunda fleiri konur sjóinn á Íslandi en í öðrum iðnvæddum ríkjum. Leitast verður við að gera þessari merkilegu sögu góð skil á sýningunni
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>