Teikningar Jóns Baldurs Hlíðberg
Sýningin samanstendur af teikningum Jóns Baldurs af fiskum, hryggleysingjum og kynjaskepnum ásamt stuttu kynningamyndbandi um störf hans sem teiknara.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Jón Baldur Hlíðberg fæddist í Reykjavík árið 1957. Hann stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1982-83 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1983-85. Jón Baldur hefur myndskreytt fjölda bóka, m.a. Íslenskir fuglar (1998), Íslensk spendýr (2004) og Íslenskir fiskar (2006). Teikningar og vatnslitamyndir eftir Jón hafa einnig birst í ýmsum útgáfum, svo sem bæklingum, fræðsluskiltum, frímerkjum, kennslubókum, tímaritum og vefsíðum.