Útskurður Lúkasar Kárasonar
Lúkas nýtir rekavið af Ströndum, sínum æskuslóðum, í allan sinn útskurð. Í viðnum leynast oft skemmtilegar og skrítnar verur sem honum tekst að laða fram af einstakri lagni.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Lúkas nýtir rekavið af Ströndum, sínum æskuslóðum, í allan sinn útskurð. Í viðnum leynast oft skemmtilegar og skrítnar verur sem honum tekst að laða fram af einstakri lagni. Lúkas er fæddur árið 1931 að Neðsta-Landi í Öxnadal en fluttist barnungur með móður sinni að Drangsnesi á Ströndum og ólst þar upp. Lúkas fór snemma á sjóinn og varð það hans starfsvettvangur. Hann lauk skipstjórnarprófi árið 1964 og stundaði eftir það sjósókn víða um heim. Einnig vann hann fyrir þróunarhjálp Norðmanna og Svía í ýmsum löndum Afríku, við kennslu í sjómennsku og veiðarfæranotkun. Rekaviðurinn og Lúkas eiga það sameiginlegt að hafa víða farið um heimsins höf en að lokum liggja leiðir þeirra saman í fjörunni heima á Ströndum.