Um Sjóminjasafnið
Hlutverk Sjóminjasafnsins í Reykjavík er að safna og miðla sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Saga safnsins
Sjóminjasafnið í Reykjavík var formlega stofnað í lok ársins 2004 og opnaði sína fyrstu sýningu á Hátíð hafsins í júní 2005. Safnið er staðsett við Grandagarð, í því húsnæði sem áður hýsti Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR). Árið 2008 bættist Varðskipið Óðinn við í safnkostinn og liggur það nú við bryggju safnsins. Árið 2014 var Sjóminjasafnið sameinað öðrum borgarsöfnum sem hafa með sögu Reykjavíkur að gera undir nafninu Borgarsögusafn Reykjavíkur. Frá janúar - maí 2018 var unnið að endurbótum og uppsetningu á nýrri grunnsýningu í safninu og var safnið lokað á meðan.
Safnið var svo enduropnað aðra helgina í júní 2018 með nýrri grunnsýningu Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár og nýrri tímabundinni sýningu Melckmeyt 1659 - fornleifarannsókn neðansjávar.
Upplýsingar um sýningarnar má finna hér.