Um Sjóminjasafnið

Hlutverk Sjóminjasafnsins í Reykjavík er að safna og miðla sögu og minjum tengdum sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.

Sjóminjasafnið í Reykjavík / Reykjavík Maritime Museum
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Saga safnsins

Sjóminjasafnið í Reykjavík var formlega stofnað í lok ársins 2004 og opnaði sína fyrstu sýningu á Hátíð hafsins í júní 2005. Safnið er staðsett við Grandagarð, í því húsnæði sem áður hýsti Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR). Árið 2008 bættist Varðskipið Óðinn við í safnkostinn og liggur það nú við bryggju safnsins. Árið 2014 var Sjóminjasafnið sameinað öðrum borgarsöfnum sem hafa með sögu Reykjavíkur að gera undir nafninu Borgarsögusafn Reykjavíkur. Frá janúar - maí 2018 var unnið að endurbótum og uppsetningu á nýrri grunnsýningu í safninu og var safnið lokað á meðan.

Safnið var svo enduropnað aðra helgina í júní 2018 með nýrri grunnsýningu Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár og nýrri tímabundinni sýningu Melckmeyt 1659 - fornleifarannsókn neðansjávar.

Upplýsingar um sýningarnar má finna hér.

Upplýsingar

Upplýsingar

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Grandagarði 8

101 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6340

Hafðu samband

Tekið á móti hópum (10+) eftir samkomulagi

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

alla daga 10:00-17:00

Varðskipið Óðinn

Leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 frá mars-nóvember

Jólahátíðin

Lokað 24.-25. des.

Opið 26. des. 10:00 - 17:00

Opið 31. des. 10:00 - 14:00

Opið 1. jan. 12:00 - 17:00

Páskahátíðin

Skírdagur opið 10:00-17:00

Föstudagurinn langi - lokað

Páskadagur- lokað

Annar í páskum opið 10:00-17:00

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir

Fullorðnir

2.220 kr.

Óðinn leiðsögn

1.710 kr.

Safn + Óðinn

3.410 kr.

Börn og öryrkjar

Frítt

Nemendur með gilt skólaskírteini

Safn 1.370 kr., Óðinn 1.370 kr.

Menningarkort, árskort

7.770 kr.

Menningarkort 67+, árskort

2.220 kr.

ICOM og Físos korthafar

Frítt

Skráðu þig á póstlista sjóminjasafnsins

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.