Söfnunarstefna

Borgarsögusafn Reykjavíkur safnar munum og ljósmyndum sem varpa ljósi á sögu Reykjavíkur. Söfnun gripa byggir á fræðilegum og faglegum grunni. Safnkosturinn skal endurspegla hlutverk safnsins og er nauðsynlegur grundvöllur miðlunar og rannsókna. Safnkostur Borgarsögusafns skal veita innblástur fyrir nám og sköpun og ýta undir samfélagslegar umræður er varða fortíð, nútíð og framtíð.

Kjarninn í söfnunarstefnu Borgarsögusafns Reykjavíkur er: saga og þróun Reykjavíkur sem landsvæðis og höfuðborgar, hversdagsmenning og daglegt líf íbúa, atvinnuhættir með sérstaka áherslu á sjóminjar og ljósmyndir sem endurspegla íslenskan ljósmyndaarf.

 

Markmið

  • að áhersla verði lögð á söfnun minja í tengslum við nýja grunnsýningu.
  • að áhersla verði lögð á heildstæða söfnun minja.
  • að safnkosturinn verði sýnilegur almenningi á sarpur.is.
  • að safnkosturinn verði uppspretta náms, sköpunar og umræðu.
  • að fagmennska, markviss vinnubrögð og metnaður einkenni innra starf safnsins.