Starfsmannastefna

Borgarsögusafn Reykjavíkur starfar eftir starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar og verklagsreglum þar sem markmiðið er að hafa á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki sem getur tryggt nauðsynlegt frumkvæði í störfum, veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum aðstæðum og umhverfi. Borgarsögusafn Reykjavíkur vill skapa aðlaðandi, áhugavert og spennandi starfsumhverfi þar sem eftirsóknarvert er að vinna.

Markmið

  • að hafa innan sinna raða hæft, faglegt og metnaðarfullt starfsfólk
  • að tryggja jafnræði og virðingu á vinnustað
  • að stuðla að góðum starfsanda
  • að efla jákvætt og gott viðmót starfsfólks
  • að leggja rækt við símenntun, þekkingu og miðlun upplýsinga
  • að byggja upp fjölskylduvænan vinnustað