Þjónustustefna

Borgarsögusafn Reykjavíkur veiti skilvirka og framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum starfseminnar. Starfsfólk safnsins komi fram af virðingu við gesti, sé áreiðanlegt og veiti skýr svör. Borgarsögusafn leggi áherslu á að uppfylla þarfir og væntingar gesta með faglegri þjónustu, sérfræðiþekkingu, jákvæðu viðmóti og metnaðarfullu starfsfólki.

Markmið

  • að fólk sé ánægt með þjónustu safnsins
  • að veita skilvirka og framúrskarandi þjónustu
  • að veita faglega ráðgjöf og sérfræðiþjónustu
  • að tryggja greiðan aðgang að menningararfi að veita góða og vinsamlega þjónustu
  • að framkvæma markvissar gesta- og þjónustukannanir reglulega og fylgja þeim eftir