Gjafir til safnsins

Borgarsögusafn Reykjavíkur tekur við gripum sem falla að söfnunarstefnu safnsins og veitir upplýsingar um safngripi. Safnið greiðir ekki fyrir gripi.

Borgarsögusafn safnar einkum munum frá Reykjavík og nágrenni, bæði lausum munum og ljósmyndum. Söfnunarstefnan tengist sýningarstefnu safnsins sem og annarri starfsemi og miðlun. Á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á söfnun samtímaminja. Þess ber að geta að safnið á nóg af heimilistækjum, stórum sem smáum. Allir innfluttir fjöldaframleiddir hlutir eru einnig afþakkaðir. Sama gildir um atvinnuminjar, en í safnkosti eru nú þegar fjöldi almennra verkfæra og tækja.

Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við nýjum aðföngum, gjöfum, í afgreiðslum safnsins heldur verður að senda tölvupóst með ljósmyndum af viðkomandi hlut ásamt upplýsingum á verkefnastjóra munavörslu, gerdur.robertsdottir@reykjavik.is  eða hringja í síma 411-6316.

Þá er ekki tekið við munum frá 1. júní - 1. september vegna sumarleyfa.