Fornleifaskrá

Skýrsla 186 Útgáfuár 2017

Eldri byggð á lóð Stjórnarráðsins

Um er að ræða samantekt og skrá yfir eldri byggð og fornleifar á lóð Stjórnarráðshússins. Stjórnarráðshúsið sjálft var upphaflega reist sem tukthús á árunum 1765-1770 í Arnarhólslandi undir brekkubrúninni austan við Lækinn. Húsið stendur á upphaflegum stað en útliti þess og umhverfi hefur verið breytt í gegnum tíðina. Fornleifaskráin nær yfir hús og mannvirki sem byggð hafa verið á lóð Stjórnarráðsins í gegnum tíðina. Skráningin byggir á heimildum, aðallega kortum og byggingarúttektum.