Um er að ræða húsakönnun fyrir deiliskipulagssvæði í Vesturbæ Reykjavíkur sem tekur til íþróttasvæðis Knattspyrnufélags Reykjavíkur við Frostaskjól (staðgreinireits 1.516.9). Könnunin er unnin að beiðni Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur vegna vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið, sem er skilgreint sem íþróttasvæði (ÍÞ) og uppbyggingarsvæði fyrir íbúabyggð, verslun og þjónustu (VÞ30) í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Svæðið afmarkast af Flyðrugranda til austurs, Kaplaskjólsvegi til suðurs, Frostaskjóli til vesturs og göngustíg meðfram lóðamörkum til norðurs.
Gerð er grein fyrir helstu atriðum í sögu svæðisins, eldri byggð og þróun íþróttasvæðis KR til dagsins í dag. Skráð eru þau hús sem standa á svæðinu í dag og gerð grein fyrir mati á varðveislugildi þeirra, en ekki eru gerðar tillögur um að hús eða mannvirki innan svæðisins njóti hverfisverndar.