Skýrslur
Húsakannanir og fornleifaskýrslur
Borgarsögusafn Reykjavíkur gefur út skýrsluröð þar sem birtar eru niðurstöður hinna ýmsu rannsókna sem safnið stendur að, einkum á sviði byggðasögu Reykjavíkur og fornleifa- og húsarannsókna. Skýrsluröðin hóf göngu sína árið 1989, þá undir merkjum Árbæjarsafns og seinna Minjasafns Reykjavíkur.
Nýjustu skýrslurnar eru aðgengilegar hér á síðunni á rafrænu formi (pdf). Eldri skýrslur er flestar hægt að kaupa á Árbæjarsafni á opnunartíma skrifstofu 9:00-16:00 (sími 411 6300, netfang borgarsogusafn@reykjavik.is). Einnig eru þær skráðar í bókasafnskerfið Gegni og fáanlegar á lestrarsal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Verðskrá:
10-50 bls. – 2000 kr.
50-75 bls. – 3000 kr.
75-100 bls. – 4000 kr.
Hér í Borgarvefsjá má fá yfirlit á korti yfir allar húsakannanir sem unnar hafa verið á vegum Borgarsögusafns (Árbæjarsafns). Í valglugga vinstra megin á síðunni er opnaður fellilisti undir „Menningarminjar“ og hakað við húsakannanir. Til að fá nánari upplýsingar um hverja skýrslu er farið í valmyndina „Meira“ á aðgerðastiku og smellt á skyggt svæði á kortinu, þá opnast gluggi með upplýsingum og hlekk á pdf-skjal.
191. Fornleifaskráning á efnisvinnslusvæði við Álfsnesvík Þerneyjarsundi. Reykjavík 2018.
PDF 6,2 MB
115. Fornleifaskráning jarðarinnar Gufuness og hjáleigu hennar Knútskots. Reykjavík 2004.
PDF 995 KB