Varðveislustefna

Varðveislustefna Borgarsögusafns Reykjavíkur hefur öryggi safngripa að leiðarljósi. Í varðveislustefnu er fjallað um helstu áherslur og verkefni er varða fjóra meginþætti: safngeymslur og varðveisluhús, öryggismál og neyðaráætlanir, forvörslu og viðgerðir, starfsemi og hlutverk smíða- og forvörsluverkstæðis.

Stefnt er að því að öll starfsemi og aðstaða sem tengist varðveislu safngripa, forvörslu og viðgerðum verði staðsett í Árbæjarsafni. Stefnt er að því að allur aðbúnaður safngripa og vinnuaðstaða starfsfólks verði til fyrirmyndar og borginni til sóma.

Markmið

  • að bæta öryggi safngripa í safnhúsum, á sýningum og í geymslum.
  • að endurskoða og samræma öryggismál; öryggis- og viðbragðsáætlun fyrir allt safnið.
  • að bæta varðveisluskilyrði og aðbúnað allra safngripa.
  • að koma á framkvæmdaáætlun byggingu nýs varðveisluhúss.