Viðburðastefna

Stefna Borgarsögusafns Reykjavíkur er að auðga menningarlíf borgarinnar með því að bjóða upp á fræðandi, fjölbreytta og nýstárlega viðburði. Viðburðunum er ætlað að byggja á starfsemi safnsins, styðja við og styrkja Reykjavík sem menningarborg og laða að innlenda og erlenda gesti. Viðburðir eru unnir í samvinnu við einstaklinga og ýmsa hópa samfélagsins.

Viðburðastarf Borgarsögusafns tekur mið af stefnu Reykjavíkurborgar sem og öðrum innlendum og alþjóðlegum stefnum í menningarmálum.

Markmið

  • Að miðla safnkosti til gesta í gegnum upplifun.
  • Að hvetja til þátttöku og sköpunar með áherslu á samveru hinna ýmsu fjölskyldumynstra.
  • Að laða nýja markhópa að safninu og leggja rækt við fastagesti.
  • Að færa viðburði safnsins út fyrir veggi sýningarstaða þess.
  • Að varpa jákvæðu ljósi á safnið og sýningarstaði þess og styðja þá starfsemi sem þar fer fram.
  • Að eiga í samstarfi við samtök, listafólk og stofnanir og bjóða upp á vettvang til viðburðahalds og örva þannig hvers kyns sköpunarstarf.
  • Að hafa Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi við gerð viðburða safnsins.