Afmæl­israt­leikur Lubba

Afmælisratleikur Lubba

Þann 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu sem er líka afmælisdagurinn hans Lubba! Getur þú hjálpað Lubba að finna fimm málbein á safnsvæðinu í tilefni dagsins? Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna.

Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.