Jólakr­ansa­nám­skeið með Blóm­dísi og jóndísi

Jólakransanámskeið með Blómdísi og jóndísi

Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:00–16:00 verður haldið jólakransanámskeið á Árbæjarsafni undir leiðsögn Blómdísar og jóndísar, blómahönnuða með yfir þrjátíu ára reynslu í faginu. Þátttakendur fá tækifæri til að búa til sinn eigin blómakrans, en allt efni og verkfæri verða á staðnum. Skráning er nauðsynleg en hægt verður að skrá sig á námskeiðið fram að 14. nóvember. Námskeiðsgjald er 15.000 kr. Sendur verður reikningur á þátttakendur sem greiða þarf með 10 daga fyrirvara, eða 20. nóvember. Vinsamlegast skráið ykkur hér: https://outlook.office.com/book/vidburdir_borgarsogusafn@reykjavik.is/s/yVERZd8z8Ue7qm431i6kEQ2?ismsaljsauthenabled Námskeiðið er ætlað öllum aldurshópum en athugið að öll börn verða að vera í fylgd með forráðamanni. Verið velkomin!

Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.