Leið­sögn á kóresku

Leiðsögn á kóresku

Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn á kóresku laugardaginn 14. september kl. 15:00 á Árbæjarsafni. Yeonji Ghim, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, sér um leiðsögnina.

Árbæjarsafn er góður staður til að kynnast sögu Reykjavíkur og lífinu í gamla daga í einstöku umhverfi. Það er forvitnilegt að kíkja inn í hús safnsins sem hvert hefur sína sögu að segja. Leiðsögnin er ókeypis og öll sem tala kóresku eru boðin hjartanlega velkomin. Viðburðurinn er unnin í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi. Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa rétt við safnið (leiðir 12 og 24), við Laxakvísl og Fagrabæ (5 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði ókeypis.