Leið­sögn á pólsku

Leiðsögn á pólsku

Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn á pólsku sunnudaginn 22. september kl. 14:30 í Aðalstræti. Marta Wieczorek, Reykvíkingur ársins og aðstoðarskólastjóri Pólska skólans í Reykjavík, sér um leiðsögnina.

Í Aðalstræti 10 og 16 er sýning um hvernig Reykjavík hefur breyst frá landnámi til dagsins í dag. Leiðsögnin byrjar í Aðalstræti 16 þar sem er rúst af húsi frá 10. öld og sýning um líf fyrstu íbúa Reykjavíkur. Leiðsögnin heldur áfram í elsta húsi í miðbæ Reykjavíkur, Aðalstræti 10. Þar er sýning um þróun Reykjavíkur til dagsins í dag. Leiðsögnin er ókeypis og öll sem tala pólsku eru boðin hjartanlega velkomin. Aðgengi er gott í Aðalstræti. Athugið þó að það er lítil lýsing inni í sýningarsal hjá rústinni og þar er gólfið ójafnt. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa við Ráðhúsið og í Lækjargötu.