Lista­manns­spjall: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest

Listamannsspjall: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest

Hlynur Pálmason býður ykkur velkomin í spjall um ljósmyndaseríu hans „Harmljóð um hest“. Frítt inn og öll velkomin!

Ljósmyndaserían „Harmljóð um hest“ eftir Hlyn Pálmason, myndlistar- og kvikmyndagerðarmann varpar sjónrænu og grafísku ljósi á rotnunarferli hests í náttúru Íslands. Sýningin stendur frá 25. maí til 22. september 2024. Hlynur Pálmason er fæddur í Reykjavík árið 1984 en ólst upp á Höfn í Hornafirði. Hann lagði stund á ljósmyndun og kvikmyndagerð í Kaupmannahöfn og bjó þar í tólf ár. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni aftur til Hafnar árið 2018 og vinnur þar að skapandi verkefnum innan myndlistar og kvikmyndagerðar. Hann hefur hlotið viðurkenningar hérlendis og erlendis fyrir kvikmyndir sínar: Vetrarbræður (2017) og Hvítur, hvítur dagur (2019) og Volaða land (2022).