Ljós­myndarýni

Ljósmyndarýni

Ljósmyndarýni á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur verður haldin á Ljósmyndahátíð Íslands 2025, föstudaginn 24. janúar.

Til að skrá sig þurfa þátttakendur að senda inn dæmi um ljósmyndaverk ásamt ferilskrá. Síðasti skráningardagur: Mánudagurinn 16. desember 2024 Nánari upplýsingar og skráningarhnappur er á forsíðu vefs safnsins www.borgarsogusafn.is Verð: 18.500 kr. (Eindagi er í byrjun janúar 2025). Staðfestir rýnendur: Aldís Arnardóttir - Forstöðumaður Hafnarborgar, menningar og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar Anna Tellgren - Sýningarstjóri ljósmynda og deildarstjóri rannsókna við Moderna Museet í Stokkhólmi, Svíþjóð Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. Holly Roussell - Sýningarstjóri, safnafræðingur og listfræðingur með sérhæfingu í ljósmyndun og asískri samtímalist, Sviss/Kína Ingibjörg Jóhannsdóttir - Safnstjóri Listasafns Íslands Maja Dyrehauge Gregersen - framkvæmdastjóri Copenhagen Photo Festival, Danmörku. Pål Otnes - miðlunarráðgjafi á Preus Museum, þjóðarljósmyndasafni Noregs, myndritstjóri Fotografi tímaritsins og verkefnastjóri alþjóðlegu ljósmyndahátíðarinnar Oslo Negativ, Noregi.