OPNUN: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest

OPNUN: Hlynur Pálma­son│Harm­ljóð um hest

HARMLJÓÐ UM HEST er titill sýningar Hlyns Pálmasonar sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 25. maí kl. 15. Léttar veitingar, frítt inn og öll velkomin!

Ljósmyndaserían „Harmljóð um hest“ eftir Hlyn Pálmason, myndlistar- og kvikmyndagerðarmann varpar sjónrænu og grafísku ljósi á rotnunarferli hests í náttúru Íslands. Hlynur verður með létt spjall um sýninguna sunnudaginn 26. maí kl. 14.