Opnun: Myndir ársins 2024

Velkomin á opnun sýningarinnar Myndir ársins 2024 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 22. mars kl. 15.
Blaðaljósmyndarafélag Íslands, Blaðamannafélag Íslands og Ljósmyndasafn Reykjavíkur bjóða þér að vera við opnun sýningar sem og afhendingu verðlauna fyrir myndir ársins 2024 laugardaginn 22. mars kl. 15 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Borgarstjórinn í Reykjavík, Heiða Björg Hilmisdóttir, opnar sýninguna og veitir verðlaun. Léttar veitingar í boði. Meðfylgjandi er mynd ársins 2023. Ljósmyndari Golli