Opnun: VEÐRUN

Opnun: VEÐRUN

Verið velkomin á opnun sýningarinnar VEÐRUN föstudaginn 17. janúar kl. 17:00 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 6. hæð.

Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, opnar sýninguna. Léttar veitingar í boði. Sýningarspjall með Daríu Sól Andrews, sýningarstjóra, sunnudaginn 19. janúar kl. 14. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Kynnið ykkur viðburðardagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands á tipf.is. Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita Hafnarhús, Lækjartorg, Ráðhúsið (2-5 mín. gangur). Bílastæði eru við safnið og í nærliggjandi bílastæðahúsum.