Þriðju­dags­þræðir - Íslensk hunda­menning í hundrað ár

Þriðjudagsþræðir - Íslensk hundamenning í hundrað ár

Íslensk "hundamenning" í hundrað ár“ er yfirskrift fyrirlesturs sem haldinn verður í Landnámssýningunni 25. mars kl. 16:00-17:00. Fyrirlesturinn er sá fyrsti í nýrri fyrirlestrröð sem við nefnum ÞRIÐJUDAGSÞRÆÐIR. Ókeypis inn og öll velkomin!

Í þetta sinn mun Ingibjörg Sædís þjóðfræðingur kynna nýlega rannsókn sína á hundamenningu á Íslandi, „Af Koli, Lucy og Lúkasi: Íslensk "hundamenning" í hundrað ár“. Í erindinu verður farið yfir sögu hunda innan borgarmenningar á Íslandi. Þá eru samband mannfólks við "ómannleg dýr", sérstaða gælu- og selskapsdýra innan náttúrunnar, yfirlit yfir stöðu dýra innan borgarmenningar, saga Reykjavíkur og hundabannið í Reykjavík sem varði frá 1924 - 1984 á meðal viðfangsefna erindisins. Rannsóknin var unnið út frá orðræðugreiningu hvers tíma fyrir sig, en umræðan um hundahald í þéttbýli var oft afar hávær og fólk hafði skiptar skoðanir á viðfangsefninu. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi Borgarsögusafns og Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Aðgengi: Aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk í Aðalstræti er gott. Athugið þó að fremur lítil lýsing er inni í sýningarsal Landnámssýningarinnar og gólfið er ójafnt á köflum. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Almenningssamgöngur: Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita MR og Ráðhúsið (2-5 mín. gangur). Bílastæði: Við bendum á bílastæði í Ráðhúsinu og bílastæðahúsið á Vesturgötu.