Undir­alda: Mynda­þraut í vetr­ar­fríinu

Undiralda: Myndaþraut í vetrarfríinu

Dagana 19.-20. febrúar 10:00-18:00 býður Ljósmyndasafnið upp á skemmtilega myndaþraut byggða á sýningu Stuart Richardson sem ber heitið Undiralda. Leikurinn gengur út á samveru fjölskyldunnar um leið og sýningin er skoðuð. Á sýningunni kynnast gestir sýn ljósmyndarans á íslenskt landslag þar sem náttúran er uppspretta ólíkra tilfinninga. Verkin sýna yfirþyrmandi og kvikt náttúrulegt umhverfi og myndir sem kalla fram skynjun hins ægifagra og hins ægilega. Viðburðurinn er hluti af vetrarfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna. Öll velkomin!

Dagana 19.-20. febrúar 10:00-18:00 býður Ljósmyndasafnið upp á skemmtilega myndaþraut byggða á sýningu Stuart Richardson sem ber heitið Undiralda. Leikurinn gengur út á samveru fjölskyldunnar um leið og sýningin er skoðuð. Á sýningunni kynnast gestir sýn ljósmyndarans á íslenskt landslag þar sem náttúran er uppspretta ólíkra tilfinninga. Verkin sýna yfirþyrmandi og kvikt náttúrulegt umhverfi og myndir sem kalla fram skynjun hins ægifagra og hins ægilega. Viðburðurinn er hluti af vetrarfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna. Öll velkomin!