Viðeyjarstofa
Í Viðeyjarstofu er bæði rekið kaffihús og veitingastaður en opnunartími fer eftir áætlunarsiglingum. Hægt er að panta húsið fyrir ýmsar samkomur allan ársins hring.
Viðeyjarstofa er eitt elsta hús landsins og fyrsta steinhúsið sem reist var á Íslandi. Var hún byggð á árunum 1752–1755. Í kjallara hússins hefur verið komið upp sögusýningu sem vert er að skoða.
Í Viðeyjarstofu er bæði rekið kaffihús og veitingastaður en opnunartími fer eftir áætlunarsiglingum. Hægt er að panta húsið fyrir ýmsar samkomur allan ársins hring. Andrúmsloftið þar er rólegt og notalegt, húsið er ákaflega fallegt og virðulegt sem gerir staðinn einstakan fyrir mannfagnaði. Efri hæðin rúmar allt að 130 manns í sæti og á neðri hæðinni eru minni rými fyrir allt frá 10 til 25 manns.
