Friðarsúluferðir

Friðarsúlan í Viðey

Friðarsúluferðinar eru áhuga­verðar kvöld­ferðir helg­aðar Friðarsúlunni og bar­áttu John Lennons og Yoko Ono fyrir heims­friði. Ferðirnar taka tvo tíma með leið­sögn. Gengið er að súl­unni og stoppað á áhuga­verðum stöðum á leið­inni þar sem leið­sögu­maður miðlar upp­lýs­ingum um sögu, nátt­úru og listir í eyj­unni. Styrkur, kraftur og ljómi Friðarsúlunnar tekur mið af veð­ur­fari hverju sinni og ef heppnin er með í för leika norð­ur­ljósin við frið­ar­ljós súlunnar.

Ár hvert er Friðarsúlan tendruð á afmæl­is­degi Lennons, 9. októ­ber og lýsir hún upp kvöld­him­in­inn til og með 8. des­em­ber en þann dag dó Lennon árið 1980. Þar að auki er Friðarsúlan tendruð frá vetr­ar­sól­stöðum til nýárs, í eina viku í kringum vor­jafn­dægur og á sér­stökum hátíð­ar­dögum sem lista­mað­ur­inn Yoko Ono og Reykjavíkurborg koma sér saman um.

Friðarsúluferðir eru í boði:
kl. 20:00 frá 10. októ­ber til 8. des­em­ber (á hverju kvöldi).
kl. 18:00 dag­ana 21., 22., 27., 28. og 30. des­em­ber.
kl. 16:00 gaml­árs­dag 31. des­em­ber.
kl. 20:00 18. febrúar.
kl. 21:00 dag­ana 20. til 26. mars (á hverju kvöldi).

Brottfarir frá Gömlu höfn­inni í Reykjavík.

Vinsamlegast leitið til­boða til okkar fyrir hópa.

Hægt er að bóka á vef Eldingar en frek­ari upp­lýs­ingar eru veittar í síma 533‑5055 eða á elding@elding.is 

Friðarsúlan í Viðey
Viðeyjarferjan
Viðeyjarferjan

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6360

Sími: (+354) 519 5000

Almennar fyrirspurnir

Viðey - Borgarsögusafn

Veitingar og útleiga

Elding

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

Sumar

15. maí - 31. ágúst siglt daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar 10:15. Síðasta sigling frá Viðey 18:30.

Vetur

1. sept - 14.maí. Eingöngu siglt um helgar.

Aðgangseyrir

Ferjugjald

Fullorðnir

2.100 kr.

Börn 7 - 17 ára

1.050 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis í fylgd fullorðinna

Eldri borgarar, 67 + og öryrkjar

1.890 kr.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Verðlistinn gildir fyrir 2023

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.