Friðarsúluferðir
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Friðarsúluferðinar eru áhugaverðar kvöldferðir helgaðar Friðarsúlunni og baráttu John Lennons og Yoko Ono fyrir heimsfriði. Ferðirnar taka tvo tíma með leiðsögn. Gengið er að súlunni og stoppað á áhugaverðum stöðum á leiðinni þar sem leiðsögumaður miðlar upplýsingum um sögu, náttúru og listir í eyjunni. Styrkur, kraftur og ljómi Friðarsúlunnar tekur mið af veðurfari hverju sinni og ef heppnin er með í för leika norðurljósin við friðarljós súlunnar.
Ár hvert er Friðarsúlan tendruð á afmælisdegi Lennons, 9. október og lýsir hún upp kvöldhimininn til og með 8. desember en þann dag dó Lennon árið 1980. Þar að auki er Friðarsúlan tendruð frá vetrarsólstöðum til nýárs, í eina viku í kringum vorjafndægur og á sérstökum hátíðardögum sem listamaðurinn Yoko Ono og Reykjavíkurborg koma sér saman um.
Friðarsúluferðir eru í boði:
kl. 20:00 frá 10. október til 8. desember (á hverju kvöldi).
kl. 18:00 dagana 21., 22., 27., 28. og 30. desember.
kl. 16:00 gamlársdag 31. desember.
kl. 20:00 18. febrúar.
kl. 21:00 dagana 20. til 26. mars (á hverju kvöldi).
Brottfarir frá Gömlu höfninni í Reykjavík.
Vinsamlegast leitið tilboða til okkar fyrir hópa.
Hægt er að bóka á vef Eldingar en frekari upplýsingar eru veittar í síma 533‑5055 eða á elding@elding.is

