Viðey: Náttúra, saga og listir
Útivera í einstöku umhverfi - Heimsókn á eigin vegum
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
HEIMSÓKN Í VIÐEY
Saga Viðeyjar og náttúra skapa ríkulegan jarðveg til fræðslu í ólíkum námsgreinum.
Heimsókn á eigin vegum, endilega sendið póst á safnfraedsla@reykjavik.is ef sérstakur áhugi er fyrir leiðsögn.
Ath. Heimsóknin er bókuð neðst á þessari síðu. Því næst þarf að bóka ferjuna út í eyjuna hjá Eldingu.
Nestis- og salernisaðstaða er á tveimur stöðum í eynni:
• Hesthúsið er nestisaðstaða sem er staðsett fyrir aftan Viðeyjarstofu. Þar er kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis og leiksvæðis skammt frá.
• Viðeyjarnaust er aðstaða fyrir stærri hópa ásamt kolagrilli og salernisaðstöðu. Viðeyjarnaust stendur við fjöru sem gaman er að skoða.
Vinsamlegast athugið að áætlað er að þessi heimsókn taki 3 klst. Ef að þið hafið hug á að dvelja lengur eða skemur í eyjunni vinsamlegast hafið samband við safnfræðslu.