Ævintýraeyjan Viðey
Saga, náttúra og list í einstöku umhverfi. Hægt að fá lánuð fræðsluhefti sem er ætlað að veita innblástur og stuðning í heimsókn til eyjarinnar.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Bekkur: 5.-7. |
Í boði 15. maí - 31. ágúst |
|
Saga Viðeyjar og náttúra skapa ríkulegan jarðveg til fræðslu í ólíkum námsgreinum. Kennarar ráða för í Viðey og safnið býður ekki upp á leiðsögn um eyjuna. Við erum með sérhönnuð fræðsluhefti fyrir kennara miðstigs.
Fræðsluhefti fyrir miðstig grunnskóla
Við komuna í Viðey er hægt að fá lánuð fræðsluhefti sem er ætlað að veita innblástur og stuðning í heimsókn til eyjarinnar. Í heftinu eru hugmyndir um hvað er gaman að skoða og gera með skólahóp í eynni eins og að skoða matjurtagarð Skúla Magnússonar eða rústir af þorpinu sem hvarf. Kennarar ráða förinni í eyjunni og geta valið að nota allt heftið eða hluta þess, eftir því sem hentar best.
Nestis- og salernisaðstaða er á tveimur stöðum í eynni:
• Hesthúsið er nestisaðstaða sem er staðsett fyrir aftan Viðeyjarstofu, þar er úti og inniaðstaða. Þar er kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis og leiksvæðis skammt frá.
• Viðeyjarnaust er aðstaða fyrir stærri hópa með borðum inni ásamt kolagrilli og salernisaðstöðu. Viðeyjarnaust stendur við fjöru sem gaman er að skoða.
Næsta skref er að bóka heimsóknina neðst á þessari síðu, velja dagsetningu og taka fram hvar hópurinn ætlar að borða nesti.
Bókið Viðeyjarferjuna með því að senda póst á Eldingu hjá eldingu@eldingu.is. Þar er ákveðin nákvæmari tímasetning út frá lausum ferðum. Vinsamlegast athugið að hópar borga samkvæmt verðskrá Eldingar en frítt er fyrir 6 ára og yngri. (Verðskráin gæti tekið breytingum fyrir vorið 2023)
Áætlun ferjunnar:
Í boði: daglega frá 15. maí til 31. ágúst 2023
Brottför: 10:15, 11:15, 12:15, 13:15, 14:15, 15:15, 16:15 & 17:15
Til baka: 12:30, 13:30, 14:30, 15:30, 16:30, 17:30 & 18:30