Ævintýraeyjan Viðey

Saga, náttúra og list í einstöku umhverfi.

viðey_tunid_1620x1080.jpg
Viðey

Bekkur: 5.-7.

Í boði 15. maí - 31. ágúst

Tími: 5 klst.

 

 

 

 

Saga, náttúra og list í einstöku umhverfi

Saga Viðeyjar og náttúra skapa ríkulegan jarðveg til fræðslu í ólíkum námsgreinum. Kennarar ráða för í Viðey og safnið býður ekki upp á leiðsögn um eyjuna. Við erum með sérhönnuð fræðsluhefti fyrir kennara miðstigs.

 

Fræðsluhefti fyrir miðstig grunnskóla
Við komuna í Viðey er hægt að fá lánuð fræðsluhefti sem er ætlað að veita innblástur og stuðning í heimsókn til eyjarinnar. Í heftinu eru hugmyndir um hvað er gaman að skoða og gera með skólahóp í eynni eins og að skoða matjurtagarð Skúla Magnússonar eða rústir af þorpinu sem hvarf. Kennarar ráða förinni í eyjunni og geta valið að nota allt heftið eða hluta þess, eftir því sem hentar best.

Nestis- og salernisaðstaða er á tveimur stöðum í eynni:
• Hesthúsið er nestisaðstaða sem er staðsett fyrir aftan Viðeyjarstofu. Þar er kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis og leiksvæðis skammt frá.
• Viðeyjarnaust er aðstaða fyrir stærri hópa ásamt kolagrilli og salernisaðstöðu. Viðeyjarnaust stendur við fjöru sem gaman er að skoða.
 

Ath. Bóka þarf ferjuna út í eyjuna hjá Eldingu.

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6360

Sími: (+354) 519 5000

Almennar fyrirspurnir

Viðey - Borgarsögusafn

Veitingar

Elding

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

Sumar

15. maí - 31. ágúst siglt daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar 10:15. Síðasta sigling frá Viðey 18:30.

Vetur

1. sept - 14.maí. Eingöngu siglt um helgar.

Aðgangseyrir

Ferjugjald

Fullorðnir

1.950 kr.

Börn 7 - 17 ára

975 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis í fylgd fullorðinna

Eldri borgarar, 67 + og öryrkjar

1.755 kr.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Verðlistinn gildir frá 15. maí 2022

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.