Ævintýraeyjan Viðey - 3 klst.
Könnunarleiðangur um sögu, náttúru og listaverk eyjarinnar. Fræðsluhefti í boði.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Aldur: 4-6 ára |
|
Tími: 3 klst. |
HEIMSÓKN Í VIÐEY
Í Viðey eru mörg útivistarsvæði, fjörur og listaverk. Eyjan er friðlýst svæði og hluti af heimsókninni er að læra um og að bera virðingu fyrir náttúrunni og gæta fyllst öryggis.
Ath. Heimsóknin er bókuð neðst á þessari síðu. Því næst þarf að bóka ferjuna út í eyjuna hjá Eldingu.
Nestis- og salernisaðstaða er á tveimur stöðum í eynni:
• Hesthúsið er nestisaðstaða sem er staðsett fyrir aftan Viðeyjarstofu. Þar er kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis og leiksvæðis skammt frá.
• Viðeyjarnaust er aðstaða fyrir stærri hópa ásamt kolagrilli og salernisaðstöðu. Viðeyjarnaust stendur við fjöru sem gaman er að skoða.
Fræðsluhefti fyrir leikskóla
Við komuna í Viðey er hægt að fá lánuð fræðsluhefti sem er ætlað að veita innblástur og stuðning í heimsókn til eyjarinnar. Heftin er að finna í hvítum kassa við vegamótin þegar gengið hefur verið framhjá Viðeyjarkirkju. Fræðsluheftið veitir kennurum upplýsingar, innblástur og hugmyndir um hvað er gaman að skoða og gera með skólahóp í eynni. Kennarar ráða svo förinni í eyjunni og geta valið að nota allt heftið eða hluta þess, eftir því sem hentar best.
Vinsamlegast athugið að áætlað er að þessi heimsókn taki 3 klst. Ef þið hafið hug á að dvelja í eyjunni lengur en 3 klst., þá er hægt að fara tilbaka um eitt skref og velja Viðey fyrir leikskóla - 5 klst.