08.10.2018

Fræðsluspjöld fyrir leikskóla

Í Viðey eru mörg útivistarsvæði, fjörur og listaverk. Eyjan er friðlýst svæði og hluti af heimsókninni er að læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og gæta fyllst öryggis.Hægt er að fá lánuð fræðsluspjöld til innblásturs og stuðnings við heimsóknina.

Að leik í Viðey
Viðey
 

Bókaðu heimsókn

 

 

Aðstaða:

Nestis- og salernisaðstaða er á þremur stöðum í eynni:

Hesthúsið er nestisaðstaða sem er staðsett fyrir aftan Viðeyjarstofu. Þar er nýtt kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis og leiksvæðis skammt frá.

Viðeyjarnaust er aðstaða fyrir stærri hópa ásamt kolagrilli og salernisaðstöðu.

Skólahúsið er í austurhluta eyjunnar. Þar er hægt að setjast inn og borða nesti. Þar er gamalt kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis. 

 

Gott er að hafa nesti í bakpoka því hópar bera sjálfir ábyrgð á að flytja nesti og vistir í eyjunni. Til að nýta grillaðstöðuna, þarf að hafa með allt sem þarf til grillsins, þ.e.a.s. allan mat og meðlæti, kol, olíu, eldfæri, grilltangir, ruslapoka, diska, glös og þess háttar.

Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri og hafa í huga að hvassara getur verið í eynni en á landi. Best er að gera ráð fyrir að dvelja þar nokkrar klukkustundir.

Kort af Viðey ásamt ýmsu ítarefni um byggingar, sögu, náttúru og list í Viðey má nálgast hér:  http://borgarsogusafn.is/is/videy/um-videy

Eyjan er ekki hættulaus staður. Þar er að finna kletta, skurði og tjarnir sem geta verið varhugaverð. Við bendum á að börn eru á ábyrgð forráðamanna.

 

Fræðsluspjöld fyrir leikskóla

Fræðsluspjöld fyrir leikskóla
Fræðsluspjöld fyrir leikskóla

Við komuna í Viðey er hægt að fá lánuð fræðsluspjöld fyrir leikskólahópa um Viðey sem er ætlað að veita innblástur og stuðning í heimsókn til eyjarinnar. Spjöldin er að finna í merktum kassa við vegamótin þegar gengið hefur verið framhjá Viðeyjarkirkju.

Hér að ofan er hægt að nálgast fræðsluspjöldin á PDF og PDF skjal sem er ætlað leikskólakennurum til undirbúnings áður en haldið er út í eyju. 

 

 

Staðsetning fræðsluspjalda
Fræðsluspjöldin eru í póstkassa við vegamótin

Viðeyjarferjan: 

Bóka þarf  ferjuferðir hjá Eldingu. Rekstrarstjóri Viðeyjarferða hjá Eldingu er Guðlaugur Ottesen, net­fang: gulli@elding.is

Siglt er út í eyju alla virka daga frá 15. maí til 15. september. Skólahópar greiða í ferjuna skv. gjaldskrá Eldingar. Ekkert gjald er tekið fyrir 6 ára og yngri. 

 

Bókanir:

Við mælum með því að kennarar ráðfæri sig með góðum fyrirvara við fræðsluteymi Borgarsögusafns til að útfæra heimsóknir að vori eða hausti.

Nánari upplýsingar og bókanir: safnfraedsla@reykjavik.is

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6360

Sími: (+354) 533 5055

Almennar fyrirspurnir

Viðey - Borgarsögusafn

Ferjan

Viðeyjarstofa

Skólaheimsóknir

safnfraedsla@reykjavik.is

Opið

Opið

Sumar

15. maí - 30. sept. daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar 10:15. Síðasta sigling frá Viðey 18:30.

Vetur

1. okt - 14.maí. Einungis siglt um helgar. Fyrsta sigling til Viðeyjar 13:15. Síðasta sigling frá Viðey 16:30.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir í ferjuna

Fullorðnir

1.600 kr.

67 ára+ og öryrkjar

1.450 kr.

Nemendur

1.450 kr.

Börn 7 - 15 ára

800 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Verðlistinn gildir til 14. maí 2020

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.