Veitingar og útleiga

Fundir og ráð­stefnur í ein­stöku umhverfi

Í Viðey er skemmti­leg og einstök aðstaða til funda– og ráð­stefnu­halda og hentar oft vinnusömum hópum að sigla í eyjuna fögru.

Boðið er upp á veit­ingar á heims­mæli­kvarða og séð fyrir öllum helsta bún­aði fyrir viðburðinn.

Heilsdagspakki samanstendur af:

Salarleigu
Morgunkaffi
Léttum hádeg­is­verði
Eftirmiðdagskaffi
Kaffi, te og vatni yfir dag­inn
Fullkomnum sýn­ing­ar­bún­aði, þar á meðal inn­byggðu hljóð­kerfi og skjáv­arpa
VCR/DVD/P3, töflu, flet­titöflu, þráð­lausu net o.fl.

Sendið tölvupóst á videyjarstofa@videyjarstofa.is eða í síma 533-5055 og við hjálpum til við að skipu­leggja eft­ir­minni­lega dagskrá. 

Viðey-Veitingar

Viðeyjarstofa er til­val­inn staður til að koma saman og njóta veit­inga í rólegu og not­a­legu umhverfi. Þar er rekið kaffi­hús og veit­inga­staður í tengslum við sigl­ingar Viðeyjarferjunnar.

Húsið er til­val­in staður fyrir veislur, fundi og aðrar uppá­komur allan árs­ins hring. Efri hæðin rúmar allt að 130 manns í sæti og á neðri hæð­inni eru minni rými fyrir allt frá 10 til 25 manns.

Gallery Restaurant – Hótel Holti sér um veit­ing­a­rekstur í Viðey og hefur gert frá apríl 2010. Veitingastaðurinn hefur frá upp­hafi skipað sér í fremstu röð hér á landi enda gert út á gæði, fagmennsku og þjónustu.

Á sumrin er opið dag­lega í Viðeyjarstofu frá 11:30 til 18:00. Auk þess er opn­un­ar­tím­inn fram­lengdur í tengslum við þriðju­dags­göngur og aðra við­burði.  Á mat­seðl­inum er að finna kræk­ling úr Breiðafirðinum, graflax, sam­lokur, vöfflur og fleira góðgæti.

Á vet­urna er opið á laug­ar­dögum og sunnu­dögum frá 13:30 til 16:00. Á mat­seðl­inum er að finna kakó, kaffi, vöfflur og annað sætmeti.

Matseðill

Í boði dag­lega á sumrin frá 11:30–16:00:

  • Hráskinka, tóm­atar, mozzar­ella og basil - 1.990 kr.
  • Kræklingur í hvít­lauk og stein­selju ásamt frönskum kart­öflum - 3.250 kr.
  • Pönnusteiktar grísalundir, kartöfluflauel og Búrgundarsósa - 3.200 kr.
  • Saltfiskur, sultaðir tómatar, hvítlauks “aioli”og fennel - 2.950 kr.- 
  • Steikt rauðspretta og franskar kartöflur ásamt salati og tartar sósu - 2.950 kr.

Í boði dag­lega á sumrin frá 11:30–18:00:

  • Samloka með skinku, osti, salati og frönskum kartöflum - 2.450 kr.
  • Vöfflur með heima­lag­aðri sultu og rjóma - 950 kr.
  • Graflax með hunangssinnepsósu og rist­uðu brauði - 2250 kr.
  • Íslensk kjötsúpa úr lambalæri, rótargrænmeti og kryddjurtum - 3250 kr.
  • Sætabrauð frúarinnar með eplum, hnetum, karamelluhjúp og þeyttum rjóma - 950 kr.

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6360

Sími: (+354) 519 5000

Almennar fyrirspurnir

Viðey - Borgarsögusafn

Veitingar og útleiga

Elding

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

Sumar

15. maí - 31. ágúst siglt daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar 10:15. Síðasta sigling frá Viðey 18:30.

Vetur

1. sept - 14.maí. Eingöngu siglt um helgar.

Aðgangseyrir

Ferjugjald

Fullorðnir

1.950 kr.

Börn 7 - 17 ára

975 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis í fylgd fullorðinna

Eldri borgarar, 67 + og öryrkjar

1.755 kr.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Verðlistinn gildir frá 15. maí 2022

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.