Veitingar og útleiga
Fundir og ráðstefnur í einstöku umhverfi
Í Viðey er skemmtileg og einstök aðstaða til funda– og ráðstefnuhalda og hentar oft vinnusömum hópum að sigla í eyjuna fögru.
Boðið er upp á veitingar á heimsmælikvarða og séð fyrir öllum helsta búnaði fyrir viðburðinn.
Heilsdagspakki samanstendur af:
Salarleigu
Morgunkaffi
Léttum hádegisverði
Eftirmiðdagskaffi
Kaffi, te og vatni yfir daginn
Fullkomnum sýningarbúnaði, þar á meðal innbyggðu hljóðkerfi og skjávarpa
VCR/DVD/P3, töflu, flettitöflu, þráðlausu net o.fl.
Sendið tölvupóst á videyjarstofa@videyjarstofa.is eða í síma 533-5055 og við hjálpum til við að skipuleggja eftirminnilega dagskrá.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Viðeyjarstofa er tilvalinn staður til að koma saman og njóta veitinga í rólegu og notalegu umhverfi. Þar er rekið kaffihús og veitingastaður í tengslum við siglingar Viðeyjarferjunnar.
Húsið er tilvalin staður fyrir veislur, fundi og aðrar uppákomur allan ársins hring. Efri hæðin rúmar allt að 130 manns í sæti og á neðri hæðinni eru minni rými fyrir allt frá 10 til 25 manns.
Gallery Restaurant – Hótel Holti sér um veitingarekstur í Viðey og hefur gert frá apríl 2010. Veitingastaðurinn hefur frá upphafi skipað sér í fremstu röð hér á landi enda gert út á gæði, fagmennsku og þjónustu.
Á sumrin er opið daglega í Viðeyjarstofu frá 11:30 til 18:00. Auk þess er opnunartíminn framlengdur í tengslum við þriðjudagsgöngur og aðra viðburði. Á matseðlinum er að finna krækling úr Breiðafirðinum, graflax, samlokur, vöfflur og fleira góðgæti.
Á veturna er opið á laugardögum og sunnudögum frá 13:30 til 16:00. Á matseðlinum er að finna kakó, kaffi, vöfflur og annað sætmeti.
Matseðill
Í boði daglega á sumrin frá 11:30–16:00:
- Hráskinka, tómatar, mozzarella og basil - 1.990 kr.
- Kræklingur í hvítlauk og steinselju ásamt frönskum kartöflum - 3.250 kr.
- Pönnusteiktar grísalundir, kartöfluflauel og Búrgundarsósa - 3.200 kr.
- Saltfiskur, sultaðir tómatar, hvítlauks “aioli”og fennel - 2.950 kr.-
- Steikt rauðspretta og franskar kartöflur ásamt salati og tartar sósu - 2.950 kr.
Í boði daglega á sumrin frá 11:30–18:00:
- Samloka með skinku, osti, salati og frönskum kartöflum - 2.450 kr.
- Vöfflur með heimalagaðri sultu og rjóma - 950 kr.
- Graflax með hunangssinnepsósu og ristuðu brauði - 2250 kr.
- Íslensk kjötsúpa úr lambalæri, rótargrænmeti og kryddjurtum - 3250 kr.
- Sætabrauð frúarinnar með eplum, hnetum, karamelluhjúp og þeyttum rjóma - 950 kr.