Veitingar og útleiga
Viðeyjarstofa opnar 15. maí þegar siglingar hefjast. Tekið er á móti fyrirspurnum um veislu- og veitingaþjónustu í Viðey hjá Eldingu í gegnum tölvupóstinn elding@elding.is.

Viðeyjarnaust
Naustið er einfaldur skáli sem rúmar um 100 manns. Það er opið yfir sumartímann frá 11:30 – 17:00 og er vinsæll áningarstaður á göngu um eyjuna.
Nánar
Viðeyjarstofa
Í Viðeyjarstofu er bæði rekið kaffihús og veitingastaður en opnunartími fer eftir áætlunarsiglingum. Hægt er að panta húsið fyrir ýmsar samkomur allan ársins hring.
Nánar
Vatnstankurinn
Vatnstankurinn er sérkennileg bygging sem hægt er að leigja til fundar– eða veisluhalda. Í tanknum eru sæti fyrir hátt í 40 manns og hann rúmar 60 manna standandi samkomu.
Nánar