Fundir
Viðeyjarstofa hentar vel fyrir fundi og ráðstefnur í rólegu og fallegu umhverfi eyjarinnar.
Efri hæð hússins tekur allt að 150 manns í sæti og er möguleiki að koma fyrir skjávarpa ásamt því að hljóðkerfi fylgir húsinu.
Þá er tilvalið að taka hlé á fundarhöldum og fara í göngu um eyjuna fögru með leiðsögumanni. Eyjan hefur mikla sögu og margt merkilegt að sjá og heyra um þessa mikla náttúruperlu.
Við mælum svo með að enda kvöldið á hátíðlegum kvöldverði þar sem Friðgeir Ingi og hans föruneyti á Gallery Restaurant galdra fram girnilega matseðla.
Elding sér um að ferja fólk í eyjuna en hægt er að sigla frá Skarfabakka, Hörpu og Ægisgarði.
Einnig hentar oft að taka stutta siglingu um sundin fyrir komuna í Viðey.
Frekari upplýsingar – videyjarstofa@videyjarstofa.is