Vatnstankurinn
Vatnstankurinn er sérkennileg bygging sem hægt er að leigja til fundar– eða veisluhalda. Í tanknum eru sæti fyrir hátt í 40 manns og hann rúmar 60 manna standandi samkomu. /*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Viðeyingafélagið er félag brottfluttra Viðeyinga og afkomenda þeirra. Á áttunda áratug 20. aldar var vatnstankinum breytt í félagsheimili Viðeyingafélagsins en vatnstankurinn var reistur af Milljónafélaginu árið 1908 og tók hann um 150 tonn af vatni. Skip félagsins fylltu þar á ferskvatnstanka sína.
Vatnstankurinn er sérkennileg bygging sem hægt er að leigja til fundar– eða veisluhalda. Í tanknum eru sæti fyrir hátt í 40 manns og hann rúmar 60 manna standandi samkomu. Tankurinn er í gamla þorpinu á austurhluta eyjunnar í um 15 -20 mínútna, fallegri og skemmtilegri, göngu frá höfninni. Innréttingar eru einfaldar og Tankurinn skrýddur heimilislegum myndum. Sagan hreinlega umlykur mann á þessum sérstaka stað.