Vatnstankurinn

Vatnstankurinn er sér­kenni­leg bygg­ing sem hægt er að leigja til fundar– eða veislu­halda. Í tanknum eru sæti fyrir hátt í 40 manns og hann rúmar 60 manna stand­andi sam­komu.
Vatnstankurinn í Viðey
Vatnstankurinn í Viðey

Viðeyingafélagið er félag brott­fluttra Viðeyinga og afkom­enda þeirra. Á áttunda áratug 20. aldar var vatnstank­inum breytt í félags­heim­ili Viðeyingafélagsins en vatnstankur­inn var reistur af Milljónafélaginu árið 1908 og tók hann um 150 tonn af vatni. Skip félags­ins fylltu þar á ferskvatnstanka sína.

Vatnstankurinn er sér­kenni­leg bygg­ing sem hægt er að leigja til fundar– eða veislu­halda. Í tanknum eru sæti fyrir hátt í 40 manns og hann rúmar 60 manna stand­andi sam­komu. Tankurinn er í gamla þorp­inu á aust­ur­hluta eyj­unnar í um 15 -20 mín­útna, fal­legri og skemmti­legri, göngu frá höfn­inni. Innréttingar eru ein­faldar og Tankurinn skrýddur heim­il­is­legum myndum. Sagan hrein­lega umlykur mann á þessum sér­staka stað.

Upplýsingar

Upplýsingar

Viðey

104 Reykjavík

Sími: (+354) 411 6360

Sími: (+354) 519 5000

Almennar fyrirspurnir

Viðey - Borgarsögusafn

Veitingar og útleiga

Elding

Skólaheimsóknir

Hafðu samband

Opið

Opið

Sumar

15. maí - 31. ágúst siglt daglega.

Fyrsta sigling til Viðeyjar 10:15. Síðasta sigling frá Viðey 18:30.

Vetur

1. sept - 14.maí. Eingöngu siglt um helgar.

Aðgangseyrir

Ferjugjald

Fullorðnir

2.100 kr.

Börn 7 - 17 ára

1.050 kr.

Börn 0 - 6 ára

Ókeypis í fylgd fullorðinna

Eldri borgarar, 67 + og öryrkjar

1.890 kr.

Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur

10% afsláttur

Verðlistinn gildir fyrir 2023

Skráðu þig á póstlista Viðey

Við sendum þér upplýsingar um viðburði, tilboð og fleira skemmtilegt.