Veislur
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>

Viðeyjarstofa er einstakur veislusalur á merkum sögustað þar sem sagan bókstaflega andar úr hverju horni. Í þessu umhverfi verður hvert tilefni að einstökum viðburði og gerir sigling í eyjuna viðburðinn ennþá eftirminnilegri.
Efri hæð Viðeyjarstofu tekur allt 150 manns í sitjandi veislu og á neðri hæðinni eru minni herbergi sem henta fyrir minni hópa.
Elding sér um að ferja fólk í eyjuna en hægt er að sigla frá Skarfabakka, Hörpu og Ægisgarði.
Einnig hentar oft að taka stutta siglingu um sundin fyrir komuna í Viðey.
Viðeyjarstofa er kjörinn staður fyrir fundi, árshátíðir, brúðkaup, afmæli, móttökur ýmsar, hanastél og jólaveislur.
Starfsfólk Viðeyjarstofu leggur áherslu á faglega þjónustu, umgjörð og skreytingar sé með þínar óskir í huga svo veislan verði sniðin að þínum þörfum og takist vel.


Friðgeir Ingi Eiríksson á Gallery Resturant – Hótel Holti sér um matinn fyrir Viðeyjarstofu. Hann er fyrrum yfirmatreiðslumaður á Michelin staðnum Clairfontaine og afrekaði að verða í 8. sæti í Bocuse d´Or, stærstu matreiðslukeppni sinnar tegundar í heiminum. Hann gerði Gallery Restaurant að besta veitingastað Íslands árið 2012. Gestir okkar njóta meistarataktanna frá Friðgeiri og hans förunautum.
Matseðill.
Ýmislegt er í boði fyrir hópa og ráðleggjum við þér að hafa samband við okkur til þess að fá tilboð í veisluna þína.
Hafið samband við okkur með tölvupósti á videyjarstofa@videyjarstofa.is eða í síma 533 5055 og við látum draumaviðburðinn verða að veruleika.