Borg­ar­sögu­safn
Sagan okkar

Borgarsögusafn tekur þátt í Safnanótt með fjölbreyttri dagskrá í Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafninu og Sjóminjasafninu.

Árbæjarsafn

Vaxtaverkir er upplifunarsýning með áherslu á sköpun, fræðslu, ímyndunarafl og leikgleði. Gestir fá innsýn í veröld grunnskólabarna í Reykjavík á árabilinu 1898-1974.

Ljósmyndasafn

Sýningin opnar 17. janúar n.k.

Staðirnir okkar

Viðburðir

Borgarsogusafn.is
Árbæjarsafn

Leiðsögn á Árbæjarsafni

Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra.

Leiðsögn á Árbæjarsafni
Fræðsla
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Fiskur & fólk - Kvöldopnun á Safnanótt

Í tilefni Safnanætur, 7. febrúar, verður sérstök kvöldopnun á sýningunni Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Opið verður kl. 18:00 til 22:00. Ókeypis inn og öll velkomin.

Fiskur & fólk - Kvöldopnun á Safnanótt
Fræðsla
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Björgunarafrekið við Látrabjarg - Kvikmyndasýning á Safnanótt

Í tilefni Safnanætur 7. febrúar, mun Sjóminjasafnið hefja sýningar á kvikmyndinni Björgunarafrekið við Látrabjarg eftir Óskar Gíslason sem kom út árið 1949. Ókeypis inn og öll velkomin.

Björgunarafrekið við Látrabjarg - Kvikmyndasýning á Safnanótt
Borgarsogusafn.is
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Fjölskylduleikur á Safnanótt

Sjóminjasafnið býður börn og fjölskyldur þeirra velkomin á Safnanótt, 7. febrúar. Á grunnsýningu safnsins Fiskur & fólk er hægt að fara í léttar og skemmtilegar þrautir. Þrjú mismunandi erfiðleikastig eru í boði eftir getu og aldri barnanna. Ókeypis inn og öll velkomin.

Fjölskylduleikur á Safnanótt
Safnanótt
Landnámssýningin

Reykjavík… sagan heldur áfram

Landnámssýningin í Aðalstræti er opin gestum að venju á Safnanótt og býður öllum frían aðgang. Í Aðalstræti 10 og 16 geturðu séð hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi til dagsins í dag. Söguþráðurinn teygir sig neðanjarðar úr Aðalstræti 16 þar sem er rúst skála frá 10. öld í yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10 og sýnir þróun Reykjavíkur frá býli til borgar. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott. Athugið þó að fremur lítil lýsing er inni í sýningarsal Landnámssýningarinnar og gólfið er ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa við Ráðhúsið (2 mín. gangur) og í Lækjargötu (5 mín. gangur).

Reykjavík… sagan heldur áfram
Safnanótt
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Veðrun - samsýning félaga í Físl opin á Safnanótt!

Velkomin á "Veðrun" samsýningu félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Frítt inní tilefni af Safnanótt!

Veðrun - samsýning félaga í Físl opin á Safnanótt!

Sýningar