Borg­ar­sögu­safn
Sagan okkar

Hér sérðu yfirlit yfir örnámskeið sumarsins á Árbæjarsafni

Hér færðu yfirlit yfir sumardagskrána okkar.

Ljósmyndasafn

Á sýningunni "Samferðamaður" er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2018.

Staðirnir okkar

Viðburðir

Árbæjarsafn

Leiðsögn á Árbæjarsafni

Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra. Leiðsögnin fer að mestu fram á ensku og tekur rúma klukkastund.

Leiðsögn á Árbæjarsafni
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð

Við bjóðum daglegar leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 frá 1. mars til 31. október í hinu sögufræga varðskipi Óðni þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli. Velkomin um borð!

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð
Árbæjarsafn

Harmóníkuhátíð og heyannir

Harmóníkuhátíð Reykjavíkur verður venju samkvæmt haldin í samstarfi við Árbæjarsafn, sunnudaginn 13. júlí og stendur frá kl. 13 til 16.

Harmóníkuhátíð og heyannir
Árbæjarsafn

Dagur íslenska fjárhundsins

Föstudaginn 18. júlí, verður haldið upp á Dag íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni. Hægt verður að heilsa upp á hunda og eigendur þeirra sem glaðir svara öllum spurningum um hinn íslenska fjárhund. Hundarnir eru ljúfir og spakir og óhætt er að klappa þeim með leyfi eigenda.

Dagur íslenska fjárhundsins
Árbæjarsafn

Þjóðdansasýning - Norræna þjóðmenningarhátíðin ISLEK 2025

Í sumar verður haldið upp á hálfrar aldar afmæli ISLEK – norræns þjóðdansamóts sem hefur sameinað dansáhugafólk frá Norðurlöndunum allt frá árinu 1975. Í ár fer mótið fram í níunda sinn, en laugardaginn 19. júlí munu þjóðbúningaklæddir gestir frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi stíga þjóðdansa víðsvegar um safnsvæði Árbæjarsafns. Frá 14:00 til 16:00 munu gestir og gangandi geta notið þess að sjá fjölbreytta dansa og litríka búninga sem endurspegla menningararf Norðurlandanna. Verið öll velkomin!

Þjóðdansasýning - Norræna þjóðmenningarhátíðin ISLEK 2025
Árbæjarsafn

Fornbíladagurinn

Sunnudaginn 20. júlí kl 13-16 verður boðið upp á hina árvissu og vinsælu fornbílasýningu á Árbæjarsafni. Fornbílaklúbbur Íslands sýnir ýmsa merka bíla í eigu félagsmanna á safnsvæðinu. Félagsmenn verða á staðnum og spjalla við gesti. Kl. 14-15 stígur hljómsveitin Korsiletturnar á stokk, en þau sérhæfa sig í swing og djass tónlist frá 3. til 6. áratugs síðustu aldar. Hljómsveitin samanstendur af söngvara tríó, gítar- og trommuleikara. Ljúfir djass standardar í bland við frumsamið efni og hittara síðustu ára í gamaldags búningi.

Fornbíladagurinn

Sýningar