Árbæjarsafn
Heill heimur upplifana

Upplifðu söguna á Árbæjarsafni.©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson
Árbæjarsafn er stærsta útisafn landsins. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur og hafa marga sögu að geyma.

Árbæjarsafn. Mikill mannfjöldi fylgist með skemmtun við Árbæ, ágúst 1965. Ljósmynd: Vísir

Sýningar
Viðburðir
Árbæjarsafn
Hæglætishelgi
Helgina 23.-24. ágúst ræður hæglætið ríkjum á Árbæjarsafni. Þá mun starfsfólk í hefðbundnum fatnaði frá fyrri tímum sinna ýmsum heimilis- og sveitaverkum. Kassabílarnir og fleiri útileikföng verða á staðnum fyrir börnin og svo auðvitað hin sívinsæla sýning í Landakotshúsinu "Komdu að leika!" Í haga eru hestar og landnámshænurnar vappa líka frjálsar um safnsvæðið.

Útleiga

Safnverslun

Ferðamannaleiðsögn
