Fyrir­lestur um hnatt­flugið 1924

Fyrirlestur um hnattflugið 1924

„Heyrðist þyturinn af þeim yfir allan bæ“ er yfirskrift fyrirlesturs um hnattflugið 1924. Sagt verður frá hnattfluginu með sérstakri áherslu á þátt Íslands en hnattflugmenn komu til Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur. Frítt inn og öll velkomin!

Áhersla verður lögð á frásagnir í samtímablöðum til að draga fram þá miklu eftirvæntingu sem skapaðist hérlendis í kringum hnattflugið og þá einkum eftir að flugmennirnir komu til landsins. Viðbrögðum landsmanna við komu þeirra verða gerð góð skil. Hnattflugið verður einnig sett í samhengi við almenna flugsögu sem og flugsögu Íslands. Sýndar verða ljósmyndir úr fórum Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem teknar voru í Reykjavík í ágúst 1924. Einnig verður sýnt brot úr Íslandskvikmynd Lofts Guðmundssonar sem er að finna á vefnum Ísland á filmu en þar eru nokkur góð myndskeið af hnattflugsmönnum við komu þeirra til Reykjavíkur.