Borg­ar­sögu­safn
Sagan okkar

Hér geturðu skoðað dagskrá Þjóð­há­tíð­argleði Árbæj­arsafns 17. júní á Árbæjarsafni.

Kven­rétt­inda­dag­urinn - Frítt inn fyrir konur og kvár!

Hér sérðu yfirlit yfir örnámskeið sumarsins á Árbæjarsafni

Staðirnir okkar

Viðburðir

Árbæjarsafn

Leiðsögn á Árbæjarsafni

Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra. Leiðsögnin fer að mestu fram á ensku og tekur rúma klukkastund.

Leiðsögn á Árbæjarsafni
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð

Við bjóðum daglegar leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 frá 1. mars til 31. október í hinu sögufræga varðskipi Óðni þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli. Velkomin um borð!

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð
Viðey

Sumarsólstöðuganga

Farin verður sumarsólstöðuganga í Viðey laugardagskvöldið 21. júní en á sólstöðum er sólargangur lengstur hér á norðurhveli jarðar og hádegissólin hættir að hækka dag frá degi. Hún fer að lækka og dagurinn styttist. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns leiðir gönguna. Heiðursgestur göngunnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur þátttakendum ávarp. Þá mun upphafsmaður göngunnar Þór Jakobsson veðurfræðingur segja nokkur orð.

Sumarsólstöðuganga
Árbæjarsafn

Jónsmessuhátíð / Midsommar

Komdu og fagnaðu svensk midsommar / Jónsmessu með okkur! Árbæjarsafn, Sænska Félagið á Íslandi, Cornelis Vreeswijksällskapet og Þjóðdansafélag Reykjavíkur efna til fjölskylduhátíðar með miðsumarsþema! Frítt inn fyrir öll þau sem koma í þjóðbúning, börn að 17 ára aldri, öryrkja og menningarkortshafa.

Jónsmessuhátíð / Midsommar
Árbæjarsafn

Jónsmessunæturganga

Á Jónsmessu, mánudaginn 23. júní kl. 21:30 bjóða Borgarsögusafn og Elliðaárstöð upp á fróðlega náttúrugöngu í Elliðarárdal. Björk Bjarnadóttir umhverfis-þjóðfræðingur leiðir gönguna.

Jónsmessunæturganga
Árbæjarsafn

Lífið í þorpinu

Verið velkomin á Árbæjarsafn sunnudagana 28. júní og 10. ágúst kl. 13–16. Þá vaknar þorpið til lífsins á safninu og gestir fá að kynnast fjölbreyttum störfum og daglegu lífi í þorpum fyrri tíma.

Lífið í þorpinu

Sýningar