Borgarsögusafn
Sagan okkar
Staðirnir okkar
Viðburðir
Viðey
Sumarsólstöðuganga
Farin verður sumarsólstöðuganga í Viðey laugardagskvöldið 21. júní en á sólstöðum er sólargangur lengstur hér á norðurhveli jarðar og hádegissólin hættir að hækka dag frá degi. Hún fer að lækka og dagurinn styttist. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns leiðir gönguna. Heiðursgestur göngunnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur þátttakendum ávarp. Þá mun upphafsmaður göngunnar Þór Jakobsson veðurfræðingur segja nokkur orð.

Árbæjarsafn
Jónsmessuhátíð / Midsommar
Komdu og fagnaðu svensk midsommar / Jónsmessu með okkur! Árbæjarsafn, Sænska Félagið á Íslandi, Cornelis Vreeswijksällskapet og Þjóðdansafélag Reykjavíkur efna til fjölskylduhátíðar með miðsumarsþema! Frítt inn fyrir öll þau sem koma í þjóðbúning, börn að 17 ára aldri, öryrkja og menningarkortshafa.
