Söðuláklæði
Söðuláklæði frá 1859, merkt: AG 1859
Áður fyrr, þegar hestar voru aðal fararmátinn á Íslandi, riðu konur í söðli en þar sem þær klæddust yfirleitt alltaf pilsum urðu þær að hafa báða fætur sömu megin. Glitofin eða glitsaumuð klæði voru notuð til að setja í söðul kvenna en um 1880 lagðist sá siður af og voru klæðin eftir það notuð sem veggteppi.
Algengt var að nafn eða upphafsstafir nafns væru á klæðunum, oftast efst eða neðst og stundum var ártal í miðju klæðinu.
Kona situr í söðli á gráum hesti við Iðnó. Um 1915-1930. Ljósmynd: Magnús Ólafsson
Óþekkt söðuláklæði úr Reykjavík