Fornar rætur Árbæjar

25.07.2020
Árbæjarsafn
Sýning sem fjallar um fornleifarannsókn sem fram fer á bæjarstæði Árbæjar.
Sýningin „Fornar rætur Árbæjar“ byggir á fornleifarannsókninni sem hefur farið fram á bæjarstæði Árbæjar á Árbæjarsafni allt frá árinu 2016. Markmiðið með uppgreftrinum er að svara spurningum sem tengjast upphafi og þróun byggðar í Árbæ og þá sérstaklega af hverju Árbær var valinn til búsetu í fyrstu; Var það vegna laxins í Elliðaánum? Var Árbær upphaflega sel frá bæjunum Gufunesi eða Vík? Byggði landnámsmaður sér kannski skála í Árbæ strax á 9. öld? Niðurstöður rannsóknarinnar munu varpa ljósi á þróun samfélagsins frá fyrstu öldum byggðar á svæðinu.
Sýninguna er að finna í safnhúsinu Landakot/ÍR-hús.