Landnámssýningin – lífið á landnámsöld

Aðalstræti
Landnámssýningin í Aðalstræti 16 byggir á skálarúst sem varðveitt er á upprunalegum stað. Beint framhald af henni var opnað árið 2022 í næsta húsi, Aðalstræti 10, og er ætlað að sýna þætti úr sögu Reykjavíkur frá landnámi til dagsins í dag.
Dregnir eru fram þættir úr sögu Reykjavíkur og ljósi varpað á daglegt líf íbúanna og tíðarandann í aldanna rás.

Sagan drýpur af hverju strái í Aðalstræti 10 sem er eitt elsta hús borgarinnar og var reist árið 1762 fyrir Innréttingar Skúla Magnússonar landfógeta.

Komdu með og vertu samferða okkur á rölti um Aðalstræti í tíma og rúmi og hittu fyrir Reykjavíkinga þá og nú.