Olaf Otto Becker: Ís og land – Ljósmyndir frá Íslandi og Grænlandi 1999–2017

-
Ljósmyndasafn
Áhrifamiklar og ægifagrar landslagsljósmyndir Olafs Ottos Beckers fjalla um breytingaferli í náttúrunni sem orsakast af loftslagsbreytingum og öðrum manngerðum áhrifum. Í verkum hans sameinast persónuleg og listræn nálgun á heimildaljósmyndun sem vekur upp spurningar um félagslega og menningarlega þætti í samtímanum.
Stórbrotin portrett Beckers draga fram yfirþyrmandi fegurð þessa ískalda landslags um leið og þau skrásetja hversu brothætt núverandi ástand er.