Telma Har│Glansmyndir

-
Ljósmyndasafn
Sýningin "Glansmyndir"er yfirskrift sýningar í Skotinu sem samanstendur af litríkum og hálf súrrealískum ljósmyndaverkum sem listamaðurinn Telma Har hefur sett saman á ólíkan hátt.
Í verkunum notar hún sjálfa sig sem hálfgerða „gínu“ til að túlka tilteknar hugmyndir, upplifun og reynslu og túlka þannig hugmyndina sjálfið og veruleikann sem það tilheyrir.