12 litlar mýs - Ratleikur í haust­fríinu

12 litlar mýs - Ratleikur í haustfríinu

Verið velkomin á Landnámssýninguna Aðalstræti í haustfríinu 24.-28. október kl. 10-17. Þar búa 12 litlar, litríkar mýs. Þær þvælast hingað og þangað, tvist og bast, en getur þú fundið þær allar? Ókeypis inn og öll velkomin. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Aðgengi er gott í Aðalstræti. Athugið þó að það er fremur lítil lýsing inni í sýningarsal hjá skálarústinni og þar er gólfið ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa við Ráðhúsið (2 mín. gangur) og í Lækjargötu (5 mín. gangur).